Olafur Thordarson

Thursday, May 23, 2013

Fjarstýrðar herflugvélar og álíka drónaskapur.

Þessa dagana er mikið rætt um "dróna"  þegar verið er að þýða erlendar fréttir yfir á íslenskt mál..

Upprunalega orðið er drone, sem er gamalt orð og viðeigandi á ensku. Spurningin er hvort þýðingin sé það, hvort hún sé ekki  hrein þýðingaleysa, ensk afskræming byggð á hljómfallinu einu saman (þ.e. innihaldslaust).

Spurningin er s.s. hvort orðið sé til í svipuðum skilningi í sögu íslensks máls.

Í daglegu máli hefur "fjarstýrð flugvél" verið notað til margra áratuga. Það er eðlileg orðanotkun og finnst mér ágæt þýðing á "drone" í staðinn fyrir að af-baka enska orðið yfir á íslensku.

Svona rétt eins og við þýðum ekki shippið fyrir skip, bæsiklið fyrir reiðhjól eða horsur fyrir hesta.

Sunday, May 05, 2013

Gos í jökli.

Mikið hefur verið rætt um að gos sé í Eyjafjallajökli. Auðvitað er það svo að gosið er undir jöklinum en ekki í honum. Jöklar gjósa ekki. Er ekki meira viðeigandi að tala um gos í Eyjafjöllum?