Olafur Thordarson

Thursday, July 25, 2013

"Íslensk flugvél"

Það er venjan að tala um Íslenskar flugvélar. En, eru til Íslenskar flugvélar? Jú ætli það séu ekki til nokkrar, sem menn hafa smíðað vélar á Íslandi. kannski svifflugvélar og litlar eins hreyfils. En flestallar flugvélarnar eru keyptar erlendis frá.

Þannig er til dæmis Boeing þota Flugleiða ekki Íslensk, heldur Bandarísk flugvél skráð og í eigu á Íslandi. Hún er bæði hönnuð, framleidd og seld í Seattle borg og svo eru varahlutir keyptir í gegnum Bandaríska fyrirtækið og þar fram eftir götum. Farartækið er að öllu leyti Amerískt.

Fyrirtækið sem keypti Bandarísku flugvélina er svo Íslenskt en það gerir farartækið ekki Íslenskt. En það er í Íslenskri eigu og skráð á Íslandi eftir sem ég best veit.

Færu menn að kaupa sér Toyota Landcruiser og tala
um jeppann sinn sem "Íslenskan jeppa?" Afi minn Hjalti Björnsson flutti fyrstur inn Willys Jeep á árum seinni heimsstyrjaldar. Á þá voru svo smíðuð tréhús og ísett gler á Íslandi og þá má svo sem byrja að tala um þá sem íslenska bíla eða Amerískum jeppum yfirbyggðum á Íslandi. Í raun eru þeir gersemar íslenskrar menjasögu þó margir hafi litið svo á að þeir hafi verið "byggðir af vanefnum" eins og hefðin er meðal hugsjónabraskara sem ryðja sögulegum byggðum menjum í burt til að malbika bílastæði.

Svo vandast málið með skipin. Löng hefð þjóðarstolts en raunveruleikinn er í hruni á innlendum skipasmíðastöðvum vegna undirboða erlendis frá ofl. þátta. Þannig er nýlegt Íslenskt varðskip Chileanskt skip sem keypt hefur verið til landsins. Að vísu vandast málið ef skipið hefur verið hannað á Íslandi, þá mætti s.s. kalla það Íslenskt, en ef það var hannað í Chile, þá...

Já og hvað ef gervilimur er búinn til af íslensku fyrirtæki? Verður hann þá danskur, ef hann er seldur á dana sem svo á hann? Danskur Össur gervilimur?

Allavega eru Boeing þoturnar ekki Íslenskar. Það sama á við um aðkeyptu Fokker og Airbus vélarnar.

Endilega vera ósammála þessum fullyrðingum! :-)

Thursday, May 23, 2013

Fjarstýrðar herflugvélar og álíka drónaskapur.

Þessa dagana er mikið rætt um "dróna"  þegar verið er að þýða erlendar fréttir yfir á íslenskt mál..

Upprunalega orðið er drone, sem er gamalt orð og viðeigandi á ensku. Spurningin er hvort þýðingin sé það, hvort hún sé ekki  hrein þýðingaleysa, ensk afskræming byggð á hljómfallinu einu saman (þ.e. innihaldslaust).

Spurningin er s.s. hvort orðið sé til í svipuðum skilningi í sögu íslensks máls.

Í daglegu máli hefur "fjarstýrð flugvél" verið notað til margra áratuga. Það er eðlileg orðanotkun og finnst mér ágæt þýðing á "drone" í staðinn fyrir að af-baka enska orðið yfir á íslensku.

Svona rétt eins og við þýðum ekki shippið fyrir skip, bæsiklið fyrir reiðhjól eða horsur fyrir hesta.

Sunday, May 05, 2013

Gos í jökli.

Mikið hefur verið rætt um að gos sé í Eyjafjallajökli. Auðvitað er það svo að gosið er undir jöklinum en ekki í honum. Jöklar gjósa ekki. Er ekki meira viðeigandi að tala um gos í Eyjafjöllum?


Sunday, April 28, 2013

Gígjökull -ástæða hops.

Gígjökull liggur úr Eyjafjallajökli til norðurs. Hann hefur hopað mikið á sl. áratugum. Líklegast vegna loftslagsbreytinga og oft verið notaður sem dæmi um það vandamál. Fyrst þegar ég kom að honum, uppúr 1980, sögðu þá "fróðir menn" að jökullinn hefði áður fyllt upp lónið.
Svo þegar Eyjafjallajökulsgosið byrjaði velti maður fyrir sér hvort hop jökulsins væri tengt gosinu. Þ.e. aukinni jarðvirkni í gígnum á áratugunum á undan.
Ísmassi skriðjökulsins kemur beint úr gígnum svo það liggur beint við að segja, að meiri bráðnun í gígnum þýðir minni skriðjökull.
Þá er spurningin, ef gígsvæðið kólnar á næstu áratugum, hvort Gígjökull byrjar að lengjast aftur.

Sunday, March 24, 2013

Auglýsingabull.

Úr dagbók 27. janúar 2013:
Auglýsing í Æslender vél:

"The amazing fact is that there are 13,000km of roads to explore this uncharted territory."

Okay. Is there such a thing as an "uncharted territory" with roads? Or discovering uncharted land by highway?