Olafur Thordarson

Sunday, April 28, 2013

Gígjökull -ástæða hops.

Gígjökull liggur úr Eyjafjallajökli til norðurs. Hann hefur hopað mikið á sl. áratugum. Líklegast vegna loftslagsbreytinga og oft verið notaður sem dæmi um það vandamál. Fyrst þegar ég kom að honum, uppúr 1980, sögðu þá "fróðir menn" að jökullinn hefði áður fyllt upp lónið.
Svo þegar Eyjafjallajökulsgosið byrjaði velti maður fyrir sér hvort hop jökulsins væri tengt gosinu. Þ.e. aukinni jarðvirkni í gígnum á áratugunum á undan.
Ísmassi skriðjökulsins kemur beint úr gígnum svo það liggur beint við að segja, að meiri bráðnun í gígnum þýðir minni skriðjökull.
Þá er spurningin, ef gígsvæðið kólnar á næstu áratugum, hvort Gígjökull byrjar að lengjast aftur.

No comments: