Olafur Thordarson

Sunday, November 27, 2011


Wednesday, September 28, 2011

Piparúðabrúsi á Þjóðminjasafn

Piparúðabrúsinn sem notaður var á mótmælendur í búsáhaldabyltingunni; fer hann ekki á Þjóðminjasafnið?

Tuesday, September 27, 2011

Langjökull


Ef Langjökull bráðnar það mikið að hann skiptist í tvo jökla, þá sting ég upp á að annar verði skírður Lajökull og hinn Ngjökull.

Friday, September 16, 2011

Al Qaeda and the princess

For some reason or other, I just recalled 12-13 years ago, must be 1998-99, while republicans were obsessing about Clinton's cigar and oral incidents with a certain princess Monica. Clinton directed a cruise missile attack against Al Qaeda bases in Afghanistan, in an effort to prevent more terror disasters than had already occurred in Africa.

Would it be a different world if he had succeeded and the republicans weren't thinking so much about sex?

Thursday, September 15, 2011

Ál versus Keflar og Carbon Fiber.

Mikið hefur verið rætt um að ál sé að detta út og í staðinn séu petroleum-efni að taka við, s.s. carbon fiber, keflar ofl. composites.

Keflar Carbon fiber og fiberglass eru öll unnin úr olíuafurðum, bindiefnið er vandmeðfarið vegna mögulegrar eitrunar og efni í þeim eru krabbameinsvaldandi. Bæði í vinnslu við að búa til efni, setja það saman og pússa/saga. Ég veit ekki mikið um endurvinnslu á "gerviefnunum" en grunar að þau fari aðallega á haugana eða geti í besta falli notast í fyllingarefni. En þau eru ótrúlega létt og henta í það sem léttleiki er kostur, s.s. hreyfihylkin sem við mennirnir notum. Meina flugvélar, bíla ofl.

Ég er nú hrifinn af nýjum uppfinningum eins og aðrir en hef mínar efasemdir að Keflar og hin efnin "taki við" af álinu eins og margir hafa haldið fram. Sérstaklega þegar skoðað er að olíubirgðir eru dæmdar til að klárast á einhverjum punkti, þá er endurvinnslumöguleiki álsins það sem fær það til að skara upp úr. Þeir sem hafa unnið með ál í byggingariðnaði vita hversu gott efni það er, létt að eðlisþyngd, létt í vinnslu mjúkt og endingargott með afbrigðum. Því má þrýsta í prófíla, steypa í flókin form, bora, sjóða líma og kostir álsins eru einfaldlega framúrskarandi. Og það er komið til með að vera sem efni, og má bæta við að það er algengasti málmurinn af frumefnunum.

Monday, September 12, 2011

Eimskip


"E3"
Af hverju eru "3" í lógói Eimskips? Fyrir hvað stendur E3? Er það eitthvað EEE duló?
Hvað varð um búddistasymbólið/skipsskrúfuna?