Olafur Thordarson

Thursday, September 15, 2011

Ál versus Keflar og Carbon Fiber.

Mikið hefur verið rætt um að ál sé að detta út og í staðinn séu petroleum-efni að taka við, s.s. carbon fiber, keflar ofl. composites.

Keflar Carbon fiber og fiberglass eru öll unnin úr olíuafurðum, bindiefnið er vandmeðfarið vegna mögulegrar eitrunar og efni í þeim eru krabbameinsvaldandi. Bæði í vinnslu við að búa til efni, setja það saman og pússa/saga. Ég veit ekki mikið um endurvinnslu á "gerviefnunum" en grunar að þau fari aðallega á haugana eða geti í besta falli notast í fyllingarefni. En þau eru ótrúlega létt og henta í það sem léttleiki er kostur, s.s. hreyfihylkin sem við mennirnir notum. Meina flugvélar, bíla ofl.

Ég er nú hrifinn af nýjum uppfinningum eins og aðrir en hef mínar efasemdir að Keflar og hin efnin "taki við" af álinu eins og margir hafa haldið fram. Sérstaklega þegar skoðað er að olíubirgðir eru dæmdar til að klárast á einhverjum punkti, þá er endurvinnslumöguleiki álsins það sem fær það til að skara upp úr. Þeir sem hafa unnið með ál í byggingariðnaði vita hversu gott efni það er, létt að eðlisþyngd, létt í vinnslu mjúkt og endingargott með afbrigðum. Því má þrýsta í prófíla, steypa í flókin form, bora, sjóða líma og kostir álsins eru einfaldlega framúrskarandi. Og það er komið til með að vera sem efni, og má bæta við að það er algengasti málmurinn af frumefnunum.

No comments: