Olafur Thordarson

Thursday, March 26, 2015

Já hvað er langt til Keflavíkur? Sitthvað til umhugsunar.

Já hvað er langt til Keflavíkur?

Ég var reyndar búinn að spyrja þessarar spurningar í fyrra og velti fyrir mér út frá öðrum sjónarhóli.
Það er 50 km leið frá Leifsstöð niður á Lækjartorg. Fram og til baka til Kef eru sem sagt 100km. (60 x 2 í Mosfellsbæ, eða 40 x 2 í Hfj.)
Nú fór ég að reikna, aðallega mér til gamans. Enda er stærðfræðin svo skemmtileg:

Keflavíkurvegur, af Wikipediu.
A:
Ímyndum okkur tvær þotur sem taka samtals 400 farþega og að hver og einn farþegi aki á sínum eigin bíl fram og til baka til Keflavíkur. 

Ef við viljum reikna út hvað til samans eru keyrðir margir kílómetrar af þessum 400 farþegum, þá er reikningsdæmið svona:

400 x 100 km = 40,000 km keyrsla -ef hver og einn farþegi er á sínum einkabíl. 

Vissirðu að það eru 40,008 km í kringum jörðina?

Auðvitað keyra ekki allir á sínum einkabíl, ég veit, en þetta er sko alveg stór-undarleg staðreynd. Sannarlega til umhugsunar hvað hagkvæmni varðar. Bæði tekur það auka tíma, tekur þig svona 35-70 (x2) mínútur að keyra heim eftir því hvar þú átt heima á höfuðborgarsvæðinu og umferð.



B:
Næst getum við skoðað að þoturnar tvær hafi flogið til London og til baka til Keflavíkur. Flugleiðin þangað er um 2,000 km. Flogið er báðar leiðir svo reikningsdæmið er þá svona:

2,000 km x 2 (þotur) x 2 (fram og tilbaka) = 8,000 km.

Þá kemur í ljós þessi skondna staðreynd, að heildar-akstur bílanna að ofan, á Keflavíkurveginum einum saman, er 5 sinnum lengri en sú vegalengd sem flogið var til London.

40,000 / 8,000 = 5


Þetta er "talnaleikur" til umhugsunar þegar menn vega og meta hagkvæmni þess að aka vegalengdir. Fjarlægðin gerir fjöllin blá -og já. Það er langt til Keflavíkur, miðað við aðra flugvelli í heiminum. En auðvitað nennir enginn að velta þessu fyrir sér núna. Það eru ekki kosningar (broskall).

Lifið heil.

Ólafur Þórðarson

Arkitekt og listamaður

http://veffari.blogspot.com/2014/05/hva-er-langt-flugvelli-i-helstu.html
http://veffari.blogspot.com/2014/05/hva-er-langt-flugvelli-i-helstu_11.html