Olafur Thordarson

Thursday, July 25, 2013

"Íslensk flugvél"

Það er venjan að tala um Íslenskar flugvélar. En, eru til Íslenskar flugvélar? Jú ætli það séu ekki til nokkrar, sem menn hafa smíðað vélar á Íslandi. kannski svifflugvélar og litlar eins hreyfils. En flestallar flugvélarnar eru keyptar erlendis frá.

Þannig er til dæmis Boeing þota Flugleiða ekki Íslensk, heldur Bandarísk flugvél skráð og í eigu á Íslandi. Hún er bæði hönnuð, framleidd og seld í Seattle borg og svo eru varahlutir keyptir í gegnum Bandaríska fyrirtækið og þar fram eftir götum. Farartækið er að öllu leyti Amerískt.

Fyrirtækið sem keypti Bandarísku flugvélina er svo Íslenskt en það gerir farartækið ekki Íslenskt. En það er í Íslenskri eigu og skráð á Íslandi eftir sem ég best veit.

Færu menn að kaupa sér Toyota Landcruiser og tala
um jeppann sinn sem "Íslenskan jeppa?" Afi minn Hjalti Björnsson flutti fyrstur inn Willys Jeep á árum seinni heimsstyrjaldar. Á þá voru svo smíðuð tréhús og ísett gler á Íslandi og þá má svo sem byrja að tala um þá sem íslenska bíla eða Amerískum jeppum yfirbyggðum á Íslandi. Í raun eru þeir gersemar íslenskrar menjasögu þó margir hafi litið svo á að þeir hafi verið "byggðir af vanefnum" eins og hefðin er meðal hugsjónabraskara sem ryðja sögulegum byggðum menjum í burt til að malbika bílastæði.

Svo vandast málið með skipin. Löng hefð þjóðarstolts en raunveruleikinn er í hruni á innlendum skipasmíðastöðvum vegna undirboða erlendis frá ofl. þátta. Þannig er nýlegt Íslenskt varðskip Chileanskt skip sem keypt hefur verið til landsins. Að vísu vandast málið ef skipið hefur verið hannað á Íslandi, þá mætti s.s. kalla það Íslenskt, en ef það var hannað í Chile, þá...

Já og hvað ef gervilimur er búinn til af íslensku fyrirtæki? Verður hann þá danskur, ef hann er seldur á dana sem svo á hann? Danskur Össur gervilimur?

Allavega eru Boeing þoturnar ekki Íslenskar. Það sama á við um aðkeyptu Fokker og Airbus vélarnar.

Endilega vera ósammála þessum fullyrðingum! :-)

No comments: