Olafur Thordarson

Sunday, May 11, 2014

Hvað er langt á flugvelli í helstu borgarkjarna? Úrtak Evrópu.

Hér er athugun nr.2 með hvað langt sé á flugvelli annars staðar. Hér er úrtakið á helstu borgir Evrópu og svo nokkrum smærri bætt með af handahófi. Það má hafa í huga að á flestum þessa flugvalla lenda stórar farþegaþotur.




Lengst reynist á flugvöll Moskvu, eða um 42 km. Völlurinn fyrir Osló og Stokkhólm, Mílanó og svo Keflavík eru þarna á bilinu 37-39km. Miðgildið úrtaksins sennilega nærri 10 eða 11 km. Ekki ósvipað fyrstu myndinni af austurströndinni frá Miami til Kanada. Í þessu úrtaki reynast vegalengdirnar í loftlínu vera:


  • Moskva: 42, 29, 28  (Lest)
  • Mílanó: 39, 7, 7  (Lest)
  • Keflavík: 38
  • Osló: 37  (Lest)
  • Stokkhólmur: 37, 7.3  (Lest)
  • Árósar: 30
  • Munchen: 28 (Lest)
  • Heathrow: 22 (Lest)
  • París deGaulle: 22 (Lest)
  • Aþena: 18 (Lest)
  • Gautaborg: 17
  • Berlín: 17, 8, 4 (Lest)
  • Helsinki: 15.5 (Lest)
  • Róm: 13, 7
  • Istanbúl: 13
  • Madríd: 12
  • Amsterdam: 11
  • Glasgow: 11
  • Brussel: 10
  • Frankfurt: 10
  • Prag: 10
  • Hamborg: 9, 8
  • Zurich: 9
  • Dublin: 8
  • Feneyjar: 8
  • Varsjá: 7
  • Mallorka: 7
  • Kaupmannahöfn: 6.4
  • Bern: 5
  • Vilnius: 5
  • Riga: 4
  • Lissabon: 4
  • Napoli: 3

Margar borgir hafa fleiri en einn flugvöll. Ekki eru teknir sérstaklega fyrir smærri flugvellir sem þjóna smærri vélum, eða fjölmargar smærri borgir með 100,000-500,000 íbúa.

Annað ber að athuga sem er að oft eru lestarsamgöngur góðar og tengjast flugvöllum beint og þá aðgengi gott í þær bæði innan borga og innan viðkomandi lands. Lestir af flugvöllum fara ekki einungis á einn endastað, heldur tengjast almenningssamgöngukerfi þá öðrum lestum í borginni. Kaupmannahöfn er einstaklega góð í þessu sambandi, þar sem bæði er skammt á Kastrup (6.5km loftlína) og lestarferðin þægileg. Áhugavert væri að skoða hvaða áhrif góðar lestarsamgöngur hafa haft á staðsetningu flugvalla almennt séð, eða gerð nýrra valla lengra í burtu. Evrópa stendur Bandaríkjunum framar á sviði almenningssamgangna með lestum, nema á takmörkuðum svæðum. Það er mikill munur á að geta ferðast á flugvöll með lest og ekki hafa allir aðgang að einkabíl. Reykjavík er líkari Bandaríkjunum að þessu leyti, áhersla skipulagsins hefur beinst fyrst og fremst að þörfum ökumanna einkabifreiða.

Miðað við hitt úrtakið vekur athygli að í þessu eru ekki flugvellir alveg eins nálægt miðpunkti borgarinnar. og Boston, Washington og Reykjavíkurflugvöllur. Þó eru ansi margir sem eru í svipaðri fjarlægð og Álftanes, eða þetta 3-7km.

Ólafur Þórðarson
Linkedin

No comments: