Olafur Thordarson

Monday, May 12, 2014

Hvaðan kemur grjóthrúgan í Hljómskálagarðinum?

Hvaðan kom grjóthrúgan í Hljómskálagarðinum?

Ég man svo vel eftir henni sem smábarn og þótti hún mikið furðuverk. Ættingi kærustu minnar hennar Ernu hann Óli frændi fór með okkur 3ja ára skötuhjú í minnisstæða ferð þangað í leið 6 strætó. Það hefur væntanlega verið svona uppúr 1966 eða þar um bil. Ég hef í öll þessi ár velt fyrir mér hvaðan þessi grjóthrúga kom og hver setti hana þangað?



Voru þetta grjótafgangar úr einhverjum grunni eða var þetta landslagsverk gert af einhverjum listamanni eða arkitekt? Steinarnir eru vel rúnaðir, svo varla voru þeir fengnir úr grjótnámum eins og þeim í Öskjuhlíð og fyrir aftan Sjómannaskólann.

Skv. loftmynd frá 1954, (þegar rokkið var að fæðast: Elvis, Everly Brothers og Buddy Holly voru að, -eða við það að- taka upp sínar plötur og bylta heiminum með tónlist) sést ferningur sem ég veit ekki deili á. Hann er samsettur úr 19 einingum líkustum bátum eða þess háttar.

En á næstu mynd, 1965 er grjóthrúgan komin. (Og Bítlarnir á plötuspilarann). Hún er skemmtileg viðureignar fyrir krakka, tröppur í henni og núna í dag vaxin með heilmiklu af trjám. Hún snýr móti suðri og er ágætis skjól fyrir vindum á sólardögum. Eins og sést á ljósmynd af Lilju dóttur minni fyrir 3 árum.

Ef þú veist deili á þessari skemmtilegu grjóthrúgu væri gaman að vita meira um hana.

No comments: